Íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sinum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 12:01 Jason Daði Svanþórsson fagnar marki sínu á móti Shamrock Rovers ásamt Kristni Steindórssyni. Vísir / Diego Breiðablik og KA eru komin áfram í Evrópukeppnum sínum en Víkingar eru úr leik þrátt fyrir sigur í seinni leik sínum. Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira