Íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sinum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 12:01 Jason Daði Svanþórsson fagnar marki sínu á móti Shamrock Rovers ásamt Kristni Steindórssyni. Vísir / Diego Breiðablik og KA eru komin áfram í Evrópukeppnum sínum en Víkingar eru úr leik þrátt fyrir sigur í seinni leik sínum. Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Góður árangur íslensku félaganna í Evrópukeppni undanfarin ár hefur tryggt Íslandi fjögur Evrópusæti á nýjan leik. Athygli vekur að íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sínum í ár og þegar hafa tuttugu íslensk mörk litið dagsins ljós í Evrópukeppnum í sumar. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína þar af tvo á móti írska félaginu Shamrock Rovers. Áður höfðu Blikar unnið Tre Penne frá San Marinó og Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í forkeppninni. Markatala Blika í Evrópu í ár er nú þrettán mörk í plús, fimmtán mörk skoruð en aðeins tvö fengin á sig. Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað í þremur af fjórum leikjunum og samtals fjögur mörk. Fjórir leikmenn Blika eru komnir með tvö Evrópumörk í ár eða þeir Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Hin mörkin skoruðu síðan þeir Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Klæmint Andrasson Olsen. KA-menn unnu einnig báða leiki sína á móti velska félaginu Connah's Quay Nomads og urðu úrslitin 2-0 í báðum leikjum. Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum en hin mörkin skoruðu Hallgrímur Mar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Víkingar töpuðu fyrri leiknum á móti Riga 0-2 en unnu 1-0 sigur í seinni leiknum í Víkinni í gær. Víkingar voru nálægt því að skora annað mark og tryggja sér framlengingu en eftir þetta tap er Evrópudraumurinn úti í Fossvoginum. Sigurmark Víkinga í gær skoraði Helgi Guðjónsson. Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Evrópusigrar íslensku liðanna sumarið 2023: Meistaradeild Evrópu Breiðablik - Tre Penne 7-1 Breiðablik - Buducnost Podgorica 5-0 Shamrock Rovers - Breiðablik 0-1 Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 - Sambandsdeild Evrópu KA - Connah's Quay Nomads 2-0 Riga - Víkingur 2-0 Connah's Quay Nomads - KA 0-2 Víkingur - Riga 1-0 - Samtals: 7 sigrar 1 tap 20 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig 16 mörk í plús
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn