Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 06:47 Már segir ástandið munu batna eftir tvær vikur þegar fólk fer að skila sér úr sumarfríum. Stöð 2/Sigurjón Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira