Innlent

Lögðu hald á leik­fanga­byssur eftir ó­næði í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla lagði hald á leikfangabyssur í gærkvöldi eða nótt.
Lögregla lagði hald á leikfangabyssur í gærkvöldi eða nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manna sem voru sagðir aka um miðborgina og skjóta gelkúlum úr leikfangabyssum úr bifreiðinni. Þóttu þeir hafa valdið miklu ónæði með þessu og lagði lögregla hald á byssurnar.

Einn var handtekinn í miðborginni fyrir að nota farsíma við akstur og þá var annar handtekinn í póstnúmerinu 104 fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Lögregla var einnig kölluð til í póstnúmerinu 103, þar sem einstaklingur neitaði að greiða fyrir veitingar á matsölustað.

Í póstnúmerinu 113 var lögregla kölluð til vegna tilraunar til innbrots í heimahús. Einstaklingnum tókst ekki ætlunarverk sitt og var farinn á brott þegar lögreglu bar að en skemmdir sáust á gluggakarmi. Málið er í rannsókn.

Einn var sektaður fyrir of hraðan akstur í póstnúmerinu 112 en hann ók á 124 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Var viðkomandi sviptur ökuréttindum til bráðabirgða þar sem um ofsaakstur var að ræða.

Annar var stöðvaður í póstnúmerinu 210, sömuleiðis fyrir of hraðan akstur, en sá ók á 133 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Einn var handtekinn fyrir akstur undir á áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×