„Ef þú vilt falla út þá vilt þú falla út eftir svona frammistöðu“ Hinrik Wöhler skrifar 20. júlí 2023 21:30 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir hetjulega baráttu í síðari leik einvígisins náðu Víkingar ekki að slá út lettneska liðið Riga FC í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur sigraði seinni leik viðureignarinnar 1-0 á Víkingsvelli í kvöld en samanlagt fór einvígið 2-1 fyrir lettneska liðinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó hæstánægður með baráttu og frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið sé fallið úr leik. „Ég er svekktur að komast ekki áfram, við erum í þessu til að vinna og komast áfram í riðlakeppnina. Ef þú vilt falla út þá vilt þú falla út eftir svona frammistöðu. Seinni hálfleikur var bara rosalegur í alla staði. Þegar við hugsum um þessa leiki eftir einn eða tvo daga er hægt að tína eitt og annað til en við vorum ekki nægilega góðir út í Riga og það gerði brekkuna erfiðari en ella. Við vildum fá alvöru Víkingsframmistöðu í kvöld og við fengum hana sannarlega,“ sagði Arnar eftir sigurleikinn. Arnar og hans kollegar í þjálfarateymi Víkinga voru allt annað en sáttir undir lok leiks. Það var mikill hasar í vítateig Riga FC í uppbótartíma en svissneski dómarinn lét mótmæli Víkinga eins og vind um eyru þjóta. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar og þess háttar. Ég á eftir að sjá þetta og maður veit ekki hvort þetta var víti eða ekki. Undir lokin kom kom eitthvað chaos og hann tók svona alibi dómgæslu sem dómarar gera oft. Þá flauta þeir oft á liðið sem er að verjast inn í teig en það getur vel verið að það sé rétt en auðvitað reynir maður að hafa áhrif á leikinn og aðstoðardómarana. Ég ætla að vona þeirra vegna að allar þeirra ákvarðanir hafi verið réttar í kvöld,“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í lokamínútur leiksins. Víkingar eiga þó hrós skilið fyrir góðan sigur á sterku liði Riga og að mati Arnars gekk flest allt eftir sem hann lagði upp með. „Mér fannst í fyrsta skiptið í kvöld sjá almennilega um hvað kerfið okkar snýst. Þeir gátu ekki haldið út í 90 mínútur og voru sprungnir eftir 60 mínútur. Það tekur tíma að brjóta lið niður ef þú ert hugrakkur á boltann og lætur boltann ganga og þess háttar. Á móti lakari liðum í Bestu deildinni tekur það kannski tíu mínútur að brjóta lið niður en á móti bestu liðunum tekur það lengri tíma. Mér fannst í fyrsta skiptið núna að menn voru að skilja hvað kerfið var að ganga út á þannig ég er spenntur fyrir framhaldinu.“ Á sama tíma í kvöld komst KA áfram eftir samanlagt 4-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads. Þá má færa rök fyrir því að Víkingur hafi fengið ansi sterkan andstæðing á þessu stigi keppninnar. „Þetta er bara hluti af Evrópurómantíkinni að vera með í lotteríinu og þú veist aldrei hvaða kúla kemur upp úr hattinum. Mér fannst við hafa lært gríðarlega mikið af einvíginu og mikilvægt að vera ekki að væla og skæla að fá ekki léttari andstæðing og bara taka þessu verkefni. Blikarnir hafa sýnt að það er hægt að ná langt í þessu og við stóðum okkur mjög vel í þessu einvígi, það er ekki hægt að skammast sín fyrir það. Við tökum þetta inn í Íslandsmótið og bikarinn og vonandi Evrópu á næsta ári,“ sagði Arnar. Víkingar hafa í nógu að snúast þrátt fyrir að vera fallnir úr leik. Liðið leiðir Íslandsmótið og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. „Auðvitað er það gaman að vera í Evrópu og algjör forréttindi að vera í þessu. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum og nú þurfum við að sjá til þess að halda strákunum í tánum. Menn mega vera svekktir í kvöld og vorkenna sér en frá og með morgundeginum er það verkefnið á móti KR á sunnudaginn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó hæstánægður með baráttu og frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið sé fallið úr leik. „Ég er svekktur að komast ekki áfram, við erum í þessu til að vinna og komast áfram í riðlakeppnina. Ef þú vilt falla út þá vilt þú falla út eftir svona frammistöðu. Seinni hálfleikur var bara rosalegur í alla staði. Þegar við hugsum um þessa leiki eftir einn eða tvo daga er hægt að tína eitt og annað til en við vorum ekki nægilega góðir út í Riga og það gerði brekkuna erfiðari en ella. Við vildum fá alvöru Víkingsframmistöðu í kvöld og við fengum hana sannarlega,“ sagði Arnar eftir sigurleikinn. Arnar og hans kollegar í þjálfarateymi Víkinga voru allt annað en sáttir undir lok leiks. Það var mikill hasar í vítateig Riga FC í uppbótartíma en svissneski dómarinn lét mótmæli Víkinga eins og vind um eyru þjóta. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar og þess háttar. Ég á eftir að sjá þetta og maður veit ekki hvort þetta var víti eða ekki. Undir lokin kom kom eitthvað chaos og hann tók svona alibi dómgæslu sem dómarar gera oft. Þá flauta þeir oft á liðið sem er að verjast inn í teig en það getur vel verið að það sé rétt en auðvitað reynir maður að hafa áhrif á leikinn og aðstoðardómarana. Ég ætla að vona þeirra vegna að allar þeirra ákvarðanir hafi verið réttar í kvöld,“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í lokamínútur leiksins. Víkingar eiga þó hrós skilið fyrir góðan sigur á sterku liði Riga og að mati Arnars gekk flest allt eftir sem hann lagði upp með. „Mér fannst í fyrsta skiptið í kvöld sjá almennilega um hvað kerfið okkar snýst. Þeir gátu ekki haldið út í 90 mínútur og voru sprungnir eftir 60 mínútur. Það tekur tíma að brjóta lið niður ef þú ert hugrakkur á boltann og lætur boltann ganga og þess háttar. Á móti lakari liðum í Bestu deildinni tekur það kannski tíu mínútur að brjóta lið niður en á móti bestu liðunum tekur það lengri tíma. Mér fannst í fyrsta skiptið núna að menn voru að skilja hvað kerfið var að ganga út á þannig ég er spenntur fyrir framhaldinu.“ Á sama tíma í kvöld komst KA áfram eftir samanlagt 4-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads. Þá má færa rök fyrir því að Víkingur hafi fengið ansi sterkan andstæðing á þessu stigi keppninnar. „Þetta er bara hluti af Evrópurómantíkinni að vera með í lotteríinu og þú veist aldrei hvaða kúla kemur upp úr hattinum. Mér fannst við hafa lært gríðarlega mikið af einvíginu og mikilvægt að vera ekki að væla og skæla að fá ekki léttari andstæðing og bara taka þessu verkefni. Blikarnir hafa sýnt að það er hægt að ná langt í þessu og við stóðum okkur mjög vel í þessu einvígi, það er ekki hægt að skammast sín fyrir það. Við tökum þetta inn í Íslandsmótið og bikarinn og vonandi Evrópu á næsta ári,“ sagði Arnar. Víkingar hafa í nógu að snúast þrátt fyrir að vera fallnir úr leik. Liðið leiðir Íslandsmótið og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. „Auðvitað er það gaman að vera í Evrópu og algjör forréttindi að vera í þessu. Að vera að berjast á öllum vígstöðvum og nú þurfum við að sjá til þess að halda strákunum í tánum. Menn mega vera svekktir í kvöld og vorkenna sér en frá og með morgundeginum er það verkefnið á móti KR á sunnudaginn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira