Heimagert ekki endilega betra Hugrún Elvarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 17:00 Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun