Innlent

Sami kraftur í gosinu eins og áður en gígurinn hrundi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Krafturinn í gosinu dróst saman í nokkra klukkutíma áður en gígbarmurinn féll saman en hefur nú náð fyrri styrk.
Krafturinn í gosinu dróst saman í nokkra klukkutíma áður en gígbarmurinn féll saman en hefur nú náð fyrri styrk. Vísir/Vilhelm

Litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt en hraunið rennur nú í gamla farveginum á ný eftir að gígbarmurinn féll saman í fyrrinótt.

Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að virknin í gosinu sé stöðug og að því megi segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. 

Minney segir að hraunrennslið sé nú komið í gamla farveginn á ný. „Það rennur út úr gígnum til norðurs en svo tekur það U-beygju og fer í gamla farveginn eins og sést á vefmyndavélunum," segir Minney. 

Hún bætir við að krafturinn í gosinu nú sé orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×