Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 14:25 Mótmælandi veifar fána sem á stendur að Trump hafi sigrað, fyrir utan þinghúsið í Michigan. Trump sigraði ekki. AP/Jake May Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47
Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent