Innlent

Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis

Samúel Karl Ólason skrifar
048A7508 (2)
Vísir/Vilhelm

Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum, þar sem segir einnig að áfram verði reynt að slökkva gróðurelda á svæðinu í dag. Slökkvistarfið hafi gengið vel.

Í gær var tilkynnt að einungis er opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Það sama er upp á teningnum í dag, þar til klukkan fimm, þegar lokað verður inn á svæðið.

Í tilkynningunni segir að ekki hafi alltaf gengið vel að biðja fólk um að fara ekki inn á hættusvæði en mikilvægt sé að hafa í huga að aðstæður geti breyst skyndilega.

Kort yfir gönguleiðarnar við gossvæðið.

Tengdar fréttir

Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi

Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka.

Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi

Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálinn virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×