„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 08:21 Frá Odessa í gær. Mörgum eldflaugm var skotið að borginni í nótt og tiltölulega fáar þeirra voru skotnar niður. AP Photo/Jae C. Hong Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Úkraínumenn segja að 63 eldflaugar, stýriflaugar og sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar en 37 eldflaugar og drónar voru skotnar niður. Það er töluvert minna en Úkraínumenn hafa verið að skjóta niður að undanförnu Flugher Úkraínu segir að þrettán af sextán Kalibr stýriflaugar hafi verið skotnar niður við Odessa. Þá hafi 23 af 32 sjálfsprengidrónum verið skotnir niður og ein stýriflaug af gerðinni Kh-59. AP fréttaveitan hefur einnig eftir Úkraínumönnum að átta Kh-22 eldflaugum hafi einnig verið skotið að borginni og sex Oniks stýriflaugum hafi verið miðað að innviðum í og við Odessa. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Odessa sagði árásina í nótt hafa verið djöfullega. „Þeir eru að reyna að hræða allan heiminn. Sérstaklega þá sem vilja halda kornsamkomulaginu áfram. Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði talsmaðurinn sem heitir Serhiy Bratchuk, samkvæmt frétt Reuters. Hann hét því einnig að íbúar Odessa myndu ekki láta hræða sig. Embættismenn í Úkraínu segja Shahed sjálfsprengidrónum frá Íran einnig hafa verið flogið að Kænugarði en þeir hafi allir verið skotnir niður. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á mánudaginn að þeir ætluðu ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja korn út frá Odessa, og hafa heitið hefndum fyrir árás Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Sjá einnig: Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Umfangsmikill eldur kviknaði í Kirovske á Krímskaga í nótt og hafa rúmlega 2.200 manns þurft að flýja heimili sín vegna hans. Eldurinn kviknaði eftir árás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir Rússa en Úkraínumenn eru sagðir hafa hæft vopnageymslu. Mikill reykur hefur borist frá svæðinu og fleiri sprengingar hafa heyrst eftir að eldurinn kviknaði. Last night, a major incident occurred at an ammo stockpile in temporarily occupied Crimea. The resulting fire caused the closure of a section of an adjacent Tavrida highway and the evacuation of nearby villages. Explosions at the stockpile appear to still be going off hours pic.twitter.com/J5UCBAkw8d— Dmitri (@wartranslated) July 19, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03