Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 23:28 Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að lögreglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitarheimildina og gert húsleit í Henderson borg, í nágrenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lögreglan leitaði að eða hvers vegna. Segir miðillinn að lögreglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morðrannsókn sé að ræða. Lögreglan hefur aldrei handtekið neinn í tengslum við morðið á hinum heimsfræga rappara. Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl ásamt Marion „Suge“ Knight, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Death Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Cadillac keyrði upp að þeim og farþegar þar hófu skothríð. Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í árásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ávallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lögreglunni. Ferillinn spannaði einungis fimm ár Í umfjöllun Guardian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vinsældalista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996. Árið 2017 var honum veitt sérstök heiðursverðlaun og tekinn inn í frægðarhöllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðastliðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oakland borg þar sem hann bjó eitt sinn. Tónlistarferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Billboard listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vinsælasta lags, How Do U Want It/California Love. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J7_bMdYfSws">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“