Erlent

Hús­leit vegna morðsins á Tu­pac Shakur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst.
Morðið á hinum heimsfræga rappara hefur aldrei verið upplýst. Raymond Boyd/Getty Images

Lög­reglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitar­heimild vegna rann­sóknar á morðinu á rapparanum Tu­pac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. septem­ber árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist.

Í um­fjöllun Guar­dian um málið kemur fram að lög­reglan í Las Vegas hafi nýtt sér leitar­heimildina og gert húsleit í Hender­son borg, í ná­grenni Las Vegas í gær. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað það var sem lög­reglan leitaði að eða hvers vegna.

Segir miðillinn að lög­reglan hafi varist allra frétta og beri fyrir sig að um morð­rann­sókn sé að ræða. Lög­reglan hefur aldrei hand­tekið neinn í tengslum við morðið á hinum heims­fræga rappara.

Shakur var skotinn þar sem hann sat í bíl á­samt Marion „Suge“ Knight, fram­kvæmda­stjóra út­gáfu­fyrir­tækisins De­ath Row Records. Þeir voru á rauðu ljósi þegar hvítur bíll af gerðinni Ca­dillac keyrði upp að þeim og far­þegar þar hófu skot­hríð.

Rapparinn var skotinn nokkrum sinnum í á­rásinni. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum viku síðar. Lög­reglu­yfir­völd í Las Vegas hafa á­vallt borið fyrir sig að vitni að morðinu hafi ekki viljað vinna með lög­reglunni.

Ferillinn spannaði einungis fimm ár

Í um­fjöllun Guar­dian er þess getið að rapparinn hafi löngum þótt einn á­hrifa­mesti tón­listar­maður síns tíma. Hann átti fimm plötur á toppi vin­sælda­lista en þrjár voru gefnar út eftir að hann lést árið 1996.

Árið 2017 var honum veitt sér­stök heiðurs­verð­laun og tekinn inn í frægðar­höllina sem kennd er við rokk og ról. Í maí síðast­liðnum var síðan gata nefnd eftir honum í Oak­land borg þar sem hann bjó eitt sinn.

Tón­listar­ferill rapparans spannaði einungis fimm ár. Á þeim tíma átti hann 21 lag á Bill­board listanum, meðal annars lögin Dear Mama og Old School auk hans vin­sælasta lags, How Do U Want It/Cali­fornia Love.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×