Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 13:51 Þorpið Panmunjon er víggirt en þar standa hermenn vörð sitt hvoru megin við landamæri Norður- og Suðu-Kóreu. AP/Kim Hong-Ji Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56