Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 08:03 Gífurlega mikið magn farms getur farið í gegnum höfnina í Odessa en hún hefur verið títt skotmark Rússa frá því innrás þeirra hófst. EPA/Bo Amstrup Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51