Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 08:03 Gífurlega mikið magn farms getur farið í gegnum höfnina í Odessa en hún hefur verið títt skotmark Rússa frá því innrás þeirra hófst. EPA/Bo Amstrup Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Rússar neituðu í gær að framlengja kornsamkomulagið svokallaða og ráðamenn í Rússlandi hafa einnig heitið hefndum vegna árásar Úkraínumanna á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar stýriflaugarnar sex niður og sömuleiðis alla drónana, en Rússar eru sagðir hafa flogið fleiri en þrjátíu Shahed-drónum að borginni frá Krímskaga. Brak úr stýriflaugunum og drónunum og sprengingar munu þó hafa ollið skaða á höfninni og íbúðarhúsnæði en einn eldri maður er sagður hafa særst, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Talsmenn úkraínska hersins í suðri segja stýriflaugarnar hafa verið skotnar niður yfir Odessa en að flestir drónanna hefðu verið skotnir niður áður en þeir náðu þangað. Myndefni sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum er sagt sýna hluta árásarinnar á Odessa í nótt. Russian Sources are reporting that a 3M54-1 Kalibr Cruise Missile has Targeted the Large Commercial Port in the Ukrainian City of Odesa tonight, with a Pillar of Black Smoke seen coming from the Location after the Explosion; the Port of Odesa was the Primary Port during the pic.twitter.com/Nc1oOMemhT— OSINTdefender (@sentdefender) July 18, 2023 Andriy Yermak, starfsmannstjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, sagði í morgun að árásin væri enn ein sönnun þess að Rússar ógnuðu lífum þeirra fjögur hundruð milljóna sem treysti á matvælaútflutning frá Úkraínu.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51