Hákon Arnar kynntur til leiks með eldfjallamyndbandi: Fær sjöuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 20:41 Hákon Arnar er mættur til Lille. Lille Franska efstu deildarliðið Lille hefur kynnt Hákon Arnar Haraldsson til leiks. Hann kemur frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar en er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Engu var til sparað í kynningunni og þá mun Hákon Arnar klæðast treyju númer 7 hjá félaginu. Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Lille væri loks að ganga frá kaupunum á Hákoni Arnari. Þar kom fram að hann væri á leið í læknisskoðun og að henni lokinni myndi hann skrifa undir. Danski miðillinn BT Sport sagði kaupverðið væri 17 milljónir evra eða 2,5 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær ÍA, uppeldisfélag Hákons Arnar, 20 prósent af þeirri upphæð eða 500 milljónir íslenskra króna. Lille hefur nú staðfest komu Skagamannsins og vekur athygli að hann er kynntur til leiks sem miðjumaður en Hákon Arnar spilaði að mestu sem fremsti maður hjá FC Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð. Hákon Haraldsson is a @LOSC_EN player. The 20 year old attacking midfielder has signed until 2028, coming from @FCKobenhavn.Welcome, Hákon! pic.twitter.com/07D009mT0N— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Í kynningarmyndbandinu er síðan myndefni af eldgosi á Íslandi og svo leikmönnum Lille að fagna sigri í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2021. Einnig kemur fram að samningur hans við félagið gildir til ársins 2028 sem og Hákon Arnar kynnir sig með nafni. Þá kemur í ljós að hann verður í treyju númer 7 hjá félaginu. From to pic.twitter.com/7T1nfwjBXa— LOSC (@LOSC_EN) July 17, 2023 Hákon Arnar er tvítugur að aldri og hefur spilað 11 A-landsleiki. Hann hefur spilað með aðalliði FCK undanfarin tvö tímabil, unnið dönsku úrvalsdeildina bæði árin sem og danska bikarinn á síðustu leiktíð. Þá lék hann með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í keppninni gegn Borussia Dortmund. Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og tekur þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira