Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 07:17 Höskuldur þarf að vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn Breiðabliks í kvöld. Vísir/Arnar „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira