Viðskipti innlent

Ramma­gerðin hlut­skörpust í út­boði á Kefla­víkur­flug­velli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rammagerðin var hlutskörpust í útboði Isavia.
Rammagerðin var hlutskörpust í útboði Isavia. Vísir/Vilhelm

Ramma­gerðin átti hag­stæðasta til­boðið í sam­keppni um rekstur á verslun sem selur gjafa­vöru á Kefla­víkur­flug­felli. Ramma­gerðin mun því opna nýja og endur­bætta verslun síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Isavia.

Þar segir að opnað hafi verið fyrir út­boð á gjafa­vöru­verslun í febrúar á þessu ári og sendu þrjú fyrir­tæki inn gögn til þátt­töku. Öll upp­fylltu þau hæfi­sk­röfur út­boðs og var boðið að skila inn til­boðum og taka þátt í við­ræðu­ferlinu.

Segir í til­kynningu Isavia að við mat á til­boðunum hafi verið horft til tveggja megin­þátta, fjár­hags­lega hlutans og tækni­legrar út­færslu. Sér­fræði­teymi eru á bak við hvorn mats­flokk en meðal þess sem hefur á­hrif á matið er vöru­fram­boð, verð­lagning og gæði, þjónusta við við­skipta­vini, hönnun og út­lit verslunar, sjálf­bærni og markaðs­setning.

„Allt frá stofnun Ramma­gerðarinnar árið 1940 hefur megin­á­hersla okkar verið á að styðja við ís­lenska hönnun og gjafa­vöru með sér­stakri á­herslu á ullar­vörur. Við vinnum með ís­lenskum hönnuðum og fram­leið­endum og fögnum því að geta boðið gestum Kefla­víkur­flug­vallar upp á vandað ís­lenskt hand­verk í nýrri og glæsi­legri verslun okkar í flug­stöðinni,“ er haft eftir Ólöfu Kristínu Sveins­dóttur, fram­kvæmda­stjóra Ramma­gerðarinnar.

„Við höfum átt far­sælt sam­starf við Ramma­gerðina síðast­liðin ár og hlökkum til að halda því á­fram. Ramma­gerðin er rót­gróið ís­lenskt fyrir­tæki með vandaðar ís­lenskar hönnunar- og gjafa­vörur sem passar vel í flóru verslana á Kefla­víkur­flug­velli. Við tökum á móti breiðum hópi gesta með mis­munandi þarfir og viljum að úr­val verslana endur­spegli það en ýti jafn­framt undir ís­lenska upp­lifun,“ segir Gunn­hildur Erla Vil­bergs­dóttir, deildar­stjóri verslunar og veitinga hjá Isavia í til­kynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×