Rammagerðin hlutskörpust í útboði á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 17:42 Rammagerðin var hlutskörpust í útboði Isavia. Vísir/Vilhelm Rammagerðin átti hagstæðasta tilboðið í samkeppni um rekstur á verslun sem selur gjafavöru á Keflavíkurflugfelli. Rammagerðin mun því opna nýja og endurbætta verslun síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að opnað hafi verið fyrir útboð á gjafavöruverslun í febrúar á þessu ári og sendu þrjú fyrirtæki inn gögn til þátttöku. Öll uppfylltu þau hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Segir í tilkynningu Isavia að við mat á tilboðunum hafi verið horft til tveggja meginþátta, fjárhagslega hlutans og tæknilegrar útfærslu. Sérfræðiteymi eru á bak við hvorn matsflokk en meðal þess sem hefur áhrif á matið er vöruframboð, verðlagning og gæði, þjónusta við viðskiptavini, hönnun og útlit verslunar, sjálfbærni og markaðssetning. „Allt frá stofnun Rammagerðarinnar árið 1940 hefur megináhersla okkar verið á að styðja við íslenska hönnun og gjafavöru með sérstakri áherslu á ullarvörur. Við vinnum með íslenskum hönnuðum og framleiðendum og fögnum því að geta boðið gestum Keflavíkurflugvallar upp á vandað íslenskt handverk í nýrri og glæsilegri verslun okkar í flugstöðinni,“ er haft eftir Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Rammagerðarinnar. „Við höfum átt farsælt samstarf við Rammagerðina síðastliðin ár og hlökkum til að halda því áfram. Rammagerðin er rótgróið íslenskt fyrirtæki með vandaðar íslenskar hönnunar- og gjafavörur sem passar vel í flóru verslana á Keflavíkurflugvelli. Við tökum á móti breiðum hópi gesta með mismunandi þarfir og viljum að úrval verslana endurspegli það en ýti jafnframt undir íslenska upplifun,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia í tilkynningunni. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þar segir að opnað hafi verið fyrir útboð á gjafavöruverslun í febrúar á þessu ári og sendu þrjú fyrirtæki inn gögn til þátttöku. Öll uppfylltu þau hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Segir í tilkynningu Isavia að við mat á tilboðunum hafi verið horft til tveggja meginþátta, fjárhagslega hlutans og tæknilegrar útfærslu. Sérfræðiteymi eru á bak við hvorn matsflokk en meðal þess sem hefur áhrif á matið er vöruframboð, verðlagning og gæði, þjónusta við viðskiptavini, hönnun og útlit verslunar, sjálfbærni og markaðssetning. „Allt frá stofnun Rammagerðarinnar árið 1940 hefur megináhersla okkar verið á að styðja við íslenska hönnun og gjafavöru með sérstakri áherslu á ullarvörur. Við vinnum með íslenskum hönnuðum og framleiðendum og fögnum því að geta boðið gestum Keflavíkurflugvallar upp á vandað íslenskt handverk í nýrri og glæsilegri verslun okkar í flugstöðinni,“ er haft eftir Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Rammagerðarinnar. „Við höfum átt farsælt samstarf við Rammagerðina síðastliðin ár og hlökkum til að halda því áfram. Rammagerðin er rótgróið íslenskt fyrirtæki með vandaðar íslenskar hönnunar- og gjafavörur sem passar vel í flóru verslana á Keflavíkurflugvelli. Við tökum á móti breiðum hópi gesta með mismunandi þarfir og viljum að úrval verslana endurspegli það en ýti jafnframt undir íslenska upplifun,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia í tilkynningunni.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira