Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. júlí 2023 15:31 Þorgrímur reiddist þegar bréfið kom inn um lúguna. Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. „Mér finnst þetta svívirða. Ég velti fyrir mér heimildinni, þetta er eitthvað sem Alþingi þarf að svara um,“ segir Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins og faðir barnsins. Peningaþvættislögin, eða lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eru Evrópulöggjöf sem innleidd var hér á landi árið 2018. Fjármálafyrirtækið Keldan gerir PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru í lögunum. Keldan býður meðal annars bönkum, bókhaldsstofum, lögmönnum og fleiri aðgang að listanum gegn gjaldi til að framkvæma áreiðanleikakannanir. „Ég geri ekki athugasemdir við að mitt nafn sé sett þarna inn en látið þið börnin í friði. Þessi upplýsingasöfnun, sem er orðinn gríðarlegur bisness í dag má ekki ná yfir börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Getur valdið vandræðum Hann segist hafa reiðst þegar bréfið kom inn um lúguna og segir forkastanlegt að setja barn á svona lista vegna þess að pabbi þess sé að skipta sér af pólitík. Það geri hann reiðan að verið sé að taka áhættu með framtíð barnsins, en hann segist vita til þess að vera á listanum geti valdið vandræðum. Til dæmis við stofnun bankareikninga erlendis. Fólk á PEP listum hafi þurft að fara í sérstök viðtöl til að fá að opna bankareikninga. Oft séu þetta reyndar sýndarviðtöl gerð til að uppfylla lagaskyldu. „Ef markmiðið með þessu er að berjast gegn peningaþvætti og hryðjuverkum er verið að dreifa starfsorkunni eftirlitskerfisins svo víða að það er þá ekkert eftirlit þar sem þess er þörf,“ segir Þorgrímur. Löggjöf á færibandi Hann segir þetta mál sýna fram á veikleika þess að innleiða í sífellu lög og reglur frá Evrópusambandinu. „Við erum aðeins með 63 þingmenn en síðan er afkasta færiband frá ESB sem kemur inn í gegnum EES samninginn og menn hafa ekki undan að setja sig inn í þessi mál,“ segir hann. Þorgrímur segist ekki ætla að hætta fyrr en barnið er komið af listanum. Þorgrímur segist ekki hafa haft samband við Kelduna enn þá en næsta skref sé sennilega að leita til Persónuverndar. Málinu sé ekki lokið. „Ég mun ekki hætta fyrr en barnið er farið af listanum,“ segir hann. Enginn greinarmunur á aldri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Keldan að tilkynningarskyldum aðilum sé skylt að hafa viðeigandi kerfi til að vakta einstaklinga í áhættuhópi. Þar sem ríkið viðhaldi ekki slíkum lista sé það í verkahring einkaaðila að viðhalda slíkum listum til að geta uppfyllt skyldur sínar. „Hlutverk Keldunnar er því að veita tilkynningarskyldum aðilum þau tæki og tól sem þeim eru nauðsynleg til að geta uppfyllt þá lagaskyldu sem hvílir á þeim samkvæmt pþvl., þ.e. starfrækja, viðhalda og uppfæra gagnagrunninn,“ segir í svarinu. Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeiningar um hvað teljist til háttsettra opinberra starfa og falli undir stjórnmálaleg tengsl og nánustu fjölskyldu og samstarfsmenn. „Samkvæmt skilgreiningunni á einstaklingi með stjórnmálaleg tengsl er ekki gerður sérstakur greinarmunur á því hversu gamall einsaklingur er. Ef einhver undir 18 ára er fjölskyldumeðlimur eða náinn samstarfsaðili PEP, gæti hann verið talinn PEP samkvæmt peningaþvætttislreglum. Má hér t.d. nefna barn háttsetts einstaklings sem á bankareiking hjá fjármálafyrirtæki. Er viðkomandi fjármálafyrirtæki þannig skyldugt til að framkvæma aukið eftirlit á þeim einstaklingi í ljósi PEP flokkunar viðkomandi einstaklings óhað aldri hans,“ segir í svarinu. „Kann þannig að vera mikilvægt að hafa slíka einstaklinga á listanum þrátt fyrir ungan aldur þannig að viðkomandi tilkynningarskyldur aðili geti fullnægt skyldum sínum.“ Íslenskir bankar Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Mér finnst þetta svívirða. Ég velti fyrir mér heimildinni, þetta er eitthvað sem Alþingi þarf að svara um,“ segir Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins og faðir barnsins. Peningaþvættislögin, eða lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eru Evrópulöggjöf sem innleidd var hér á landi árið 2018. Fjármálafyrirtækið Keldan gerir PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru í lögunum. Keldan býður meðal annars bönkum, bókhaldsstofum, lögmönnum og fleiri aðgang að listanum gegn gjaldi til að framkvæma áreiðanleikakannanir. „Ég geri ekki athugasemdir við að mitt nafn sé sett þarna inn en látið þið börnin í friði. Þessi upplýsingasöfnun, sem er orðinn gríðarlegur bisness í dag má ekki ná yfir börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Getur valdið vandræðum Hann segist hafa reiðst þegar bréfið kom inn um lúguna og segir forkastanlegt að setja barn á svona lista vegna þess að pabbi þess sé að skipta sér af pólitík. Það geri hann reiðan að verið sé að taka áhættu með framtíð barnsins, en hann segist vita til þess að vera á listanum geti valdið vandræðum. Til dæmis við stofnun bankareikninga erlendis. Fólk á PEP listum hafi þurft að fara í sérstök viðtöl til að fá að opna bankareikninga. Oft séu þetta reyndar sýndarviðtöl gerð til að uppfylla lagaskyldu. „Ef markmiðið með þessu er að berjast gegn peningaþvætti og hryðjuverkum er verið að dreifa starfsorkunni eftirlitskerfisins svo víða að það er þá ekkert eftirlit þar sem þess er þörf,“ segir Þorgrímur. Löggjöf á færibandi Hann segir þetta mál sýna fram á veikleika þess að innleiða í sífellu lög og reglur frá Evrópusambandinu. „Við erum aðeins með 63 þingmenn en síðan er afkasta færiband frá ESB sem kemur inn í gegnum EES samninginn og menn hafa ekki undan að setja sig inn í þessi mál,“ segir hann. Þorgrímur segist ekki ætla að hætta fyrr en barnið er komið af listanum. Þorgrímur segist ekki hafa haft samband við Kelduna enn þá en næsta skref sé sennilega að leita til Persónuverndar. Málinu sé ekki lokið. „Ég mun ekki hætta fyrr en barnið er farið af listanum,“ segir hann. Enginn greinarmunur á aldri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Keldan að tilkynningarskyldum aðilum sé skylt að hafa viðeigandi kerfi til að vakta einstaklinga í áhættuhópi. Þar sem ríkið viðhaldi ekki slíkum lista sé það í verkahring einkaaðila að viðhalda slíkum listum til að geta uppfyllt skyldur sínar. „Hlutverk Keldunnar er því að veita tilkynningarskyldum aðilum þau tæki og tól sem þeim eru nauðsynleg til að geta uppfyllt þá lagaskyldu sem hvílir á þeim samkvæmt pþvl., þ.e. starfrækja, viðhalda og uppfæra gagnagrunninn,“ segir í svarinu. Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeiningar um hvað teljist til háttsettra opinberra starfa og falli undir stjórnmálaleg tengsl og nánustu fjölskyldu og samstarfsmenn. „Samkvæmt skilgreiningunni á einstaklingi með stjórnmálaleg tengsl er ekki gerður sérstakur greinarmunur á því hversu gamall einsaklingur er. Ef einhver undir 18 ára er fjölskyldumeðlimur eða náinn samstarfsaðili PEP, gæti hann verið talinn PEP samkvæmt peningaþvætttislreglum. Má hér t.d. nefna barn háttsetts einstaklings sem á bankareiking hjá fjármálafyrirtæki. Er viðkomandi fjármálafyrirtæki þannig skyldugt til að framkvæma aukið eftirlit á þeim einstaklingi í ljósi PEP flokkunar viðkomandi einstaklings óhað aldri hans,“ segir í svarinu. „Kann þannig að vera mikilvægt að hafa slíka einstaklinga á listanum þrátt fyrir ungan aldur þannig að viðkomandi tilkynningarskyldur aðili geti fullnægt skyldum sínum.“
Íslenskir bankar Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira