Þetta staðfestir Ása Steinunn Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni í samtali við fréttastofu.
Fyrr í vikunni var talið að hópsýkingin væri af völdum nóróveiru. Var staðnum lokað eftir að óvenju margir gestir urðu veikir eftir snæðing þar.
„Þetta er líklega baktería, sem hvið þekkjum og hefur valdið hópsmitum. Þessi baktería veldur mjög líkum einkennum og nóróveira. En við erum enn í sömu vandræðum og áður þar sem við erum með svo fá sýni og þess vegna höfum við ekki viljað gefa út miklar yfirlýsingar. Við viljum staðfesta þetta betur.“
Fyrstu niðurstöður úr tveimur sýnum benda hins vegar til að um sé að ræða bakteríu sem er þekkt og olli hópsmiti á veitingastað í Hafnarfirði síðasta haust.
„Sem betur fer þá kemst fólk oftast fljótt yfir sýkinguna og hún á ekki að hafa nein eftirköst.“
Ása segir von á fleiri sýnum í dag og á morgun sem ætti að gefa skýrari mynd af sýkingunni.