Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 12:47 Kosningabarátta DeSantis hefur farið heldur brösulega af stað. AP Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30