Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 12:47 Kosningabarátta DeSantis hefur farið heldur brösulega af stað. AP Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30