Skráir Djokovic sig í sögubækurnar í dag? Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 10:32 Novak Djokovic getur unnið sinn 24. risatitil í dag Vísir/Getty Novak Djokovic gæti unnið sinn 24. risatitil á Wimbledon í dag þegar hann mætir Carlos Alcaraz í úrslitaviðureign mótsins. Hann yrði þá sigursælasti tennisspilari allra tíma en hann deilir nafnbótinni núna með Serena Williams. Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag. Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag.
Tennis Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira