Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 22:06 Rex Heuermann, þegar hann var handtekinn í gær. Hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur á árum áður. AP/Fógetinn í Suffolksýslu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Maðurinn heitir Rex Heuermann og er 59 ára gamall en hann lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag. Hann var ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Konan íslenska, hin 59 ára gamla Ása Ellerup, er ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Ása Ellerup.Facebook Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint konuna og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Heuermann var úrskurðaður í gæsluvarðhald án möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu og mætir næst fyrir dómara þann 1. ágúst næstkomandi. Gæsluvarðhaldskröfuna má finna hér. GæsluvarðhaldskrafaPDF1.2MBSækja skjal Við leit að týndri konu í Gilgo Beach árið 2010, fundust lík fjögurra kvenna sem höfðu horfið á undanförnum árum. Heuermann er grunaður um að hafa myrt þær allar en er nú ákærður fyrir að myrða þrjár þeirra. Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Áreitti fjölskyldu eins fórnarlambs síns Í frétt CNN um málið segir að rannsóknin á morðunum hafi verið í dvala þegar sérstök sveit var mynduð fyrir tveimur árum til að hefja hana á nýjan leik. Rannsakendur beindu í fyrstu sjónum sínum að umfangsmiklum símagögnum sem á endanum leiddu þá á spor Heuermann. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Heuermann fullyrða saksóknarar að símreikningar sýni fram á að Heuermann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Heuermann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu Barthelemy, eftir að hann myrti hana. Rannsakendur komust að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Saksóknarar birtu í dag þessar myndir af Rex Heuermann sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt minnst eina til viðbótar.Saksóknaraembætti Suffolksýslu Hann er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. „Af hverju gat lögreglan ekki rakið símtöl frá raðmorðingjanum í Long Island?“ skrifaði hann við eina leitina. „Af hverju hefur lögreglan ekki fundið Long Island raðmorðingjann?“ skrifaði hann jafnframt, auk þess sem hann leitaði á síðasta ári að upplýsingum um það hvernig ný símatækni gæti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglunnar. Einn þessara síma er sagður hafa fundist á honum við handtöku í gær. Fundu lífssýni Hár og annars konar lífsýni fundust á líkamsleifum kvennanna þriggja sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt. Á líkum þriggja þeirra fundust hár frá konu og í fyrra komust rannsakendur yfir flöskur sem hent hafði verið í ruslið við heimili Heuermann og Ásu. Þar fundust sýni sem reyndust vera frá sömu konunni og hárin sem fundust á líkunum, eða af einhverri náskyldri henni. Hárin eru talin vera af Ásu, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni. Talið er að þau hafi borist á lík kvennanna með límbandinu eða ólunum sem þær voru bundnar með, af Heuermann eða af sekkjunum sem lík kvennanna voru vafin í. Hár af karlmanni fannst einnig á líki Waterman. Lögregluþjónar sem fylgdust með ferðum Heuermann í janúar fundu pítsukassa sem hann hafði hent í ruslið og tókst að finna sýni á ókláraðri pítsusneið. Þau lífssýni eru sögð vera mjög lík. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira