Skæður raðmorðingi loks gómaður Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 14:20 Frá heimili mannsins sem var handtekinn. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45
„Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04
Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22
Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50