Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2023 14:29 Það hefur verið nóg um að vera á LungA í vikunni og núna um helgina verður uppskeruhátíð þar sem listamenn halda sýningar og tónleika fyrir gesti. LungA/Pussy Riot Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty Múlaþing LungA Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty
Múlaþing LungA Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira