Innlent

Vísinda­menn nýttu nóttina vel við gosið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Að sögn náttúruvásérfræðings er gríðarleg mengun inni á svæðinu. 
Að sögn náttúruvásérfræðings er gríðarleg mengun inni á svæðinu.  Vísir/Vilhelm

Virkni eld­gossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísinda­menn voru að störfum inn í nóttina að bæta mæli­tækjum við á svæðið en göngu­leiðin að gossvæði var lokað í gær.

Elísa­bet Pálma­dóttir, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, segir í sam­tali við Vísi að gríðar­leg mengun sé nú á svæðinu. Það sé ekki síst vegna gróður­elda en að sögn Elísa­betar fór fram víð­tækt starf slökkvi­liðs á svæðinu í gær til þess að stemma stigu við eldunum.

„Reykurinn liggur gríðar­lega lágt yfir svæðinu en á sama tíma hefur virknin verið stöðug í gosinu og er svipuð eins og hún hefur verið undan­farna daga. Það hefur ekki breyst í nótt.“

Gossvæðinu var lokað al­menningi í nótt og mun hún standa fram til laugar­dags hið minnsta. Þá verður fundur al­manna­varna, lög­reglu og annarra við­bragðs­aðila þar sem næstu skref verða á­kveðin. Áður hafði tölu­verður fjöldi gesta hætt sér inn á skil­greint hættu­svæði og hunsað fyrir­mæli við­bragðs­aðila, að því er fram kom í til­kynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×