„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 16:17 Kjartan er ekki ánægður með að þessir ungu menn fái ekki launahækkun í sumar. Reykjavíkurborg/Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58