„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 16:17 Kjartan er ekki ánægður með að þessir ungu menn fái ekki launahækkun í sumar. Reykjavíkurborg/Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58