„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 08:26 Valery Gerasimov (til vinstri), formaður herforingjaráðs Rússlands sem leiðir innrás Rússa í Úkraínu, rak herforingjann Ivan Popov eftir að hann kvartaði yfir vandamálum sem rússneskir hermenn standa frammi fyrir. EPA Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Popov sagðist hafa tilkynnt forsvarsmönnum hersins að hermenn hans í Saporisíjahéraði hefðu orðið fyrir miklu mannfalli vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása Úkraínumanna, sem reyna að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Herforinginn mun hafa sagt að hermenn sínir hafi verið lengi á víglínunni og hafi þurft hvíld og liðsauka. Í skilaboðunum sem rússneskur þingmaður birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi segist Popov hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum. Annar hafi verið að þegja eða segja það sem yfirmenn hans vildu segja og hinn hafi verið að lýsa hlutunum eins og þær væru raunverulega. „Í ykkar nafni, í nafni allra félaganna sem hafa fallið, hafði ég ekki rétt til að ljúga,“ sagði Popov. Hann sagðist hafa nefnt vandræði með gagn-stórskotaliðsárásir, skort á eftirlitsstöðvum fyrir stórskotalið og það mikla mannfall sem menn hans hefðu orðið fyrir. Hann sagðist einni hafa nefnt nokkur önnur mál til sinna æðstu yfirmanna og að hann hefði gert það á opinskáan hátt. „Vegna þessa, fannst yfirmönnum líklega að þeim stafaði ógn af mér og á einum degi lögðu þeir fram beiðni til Varnarmálaráðuneytisins og losuðu sig við mig,“ sagði Popov. Herforinginn sagði einnig að Úkraínumönnum hefði ekki tekist að brjóta sér leið í gegnum rússneska hermenn en forsvarsmenn hersins hefðu stungið þá í bakið og afhöfðað herinn á mjög erfiðum tíma. Russian major general Ivan Popov (58th combined arms Air Defense Army) recorded a message saying that he was relieved from duty from his position. Please listen below to the audio; I've added subtitles.He says he is removed for telling the truth to the high command.He pic.twitter.com/542pE4kabF— Constantine (@Teoyaomiquu) July 12, 2023 Varnir Rússa sagðar brothættar Gagnsókn Úkraínumanna hefur nú staðið yfir um nokkuð skeið og hefur hún borið hægan og líklega kostnaðarsaman árangur. Í grófum dráttum hafa Úkraínumenn sótt fram á þremur víglínum. Ein er við Bakhmut í Dónetskhéraði. Önnur er í vesturhluta Saporisíja og virðist beinast að Melitópól. Sú síðasta er á landamærum Dónetsk og Saporisíja og virðist beinast að Berydansk, samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war. Popov hefur leitt varnir Rússa í vesturhluta Saporisíja. Hann hefur verið rekinn af Valery Gerasimov, formanni herforingjaráðs Rússlands. ISW segir mögulegt að brottrekstur Popov bendi til þess að Rússa skorti nægjanlegt varalið til að fylla upp í raðir sínar í suðri. Það gæti þýtt að varnarlínur Rússa séu brothættar, ef svo má að orði komast. Ukrainian forces continued limited mechanized assault operations in western #Zaporizhia Oblast on July 12.Ukraine confirmed its forces conducted a strike on a hotel in #Berdyansk which RU sources claimed was the site of the 58th Combined Arms Army HQ.https://t.co/7FIdErkAFO pic.twitter.com/YzaaXR4L5S— ISW (@TheStudyofWar) July 13, 2023 Sagt var frá því í síðasta mánuði að Úkraínumenn væru að reyna að þvinga Rússa til að senda varalið á víglínurnar, því þá hefðu Rússar minni tök á því að bregðast við árásum annars staðar og auðveldara yrði fyrir Úkraínumenn að finna veikleika á vörnum Rússa. Umfangsmikil og ómerkt jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en úkraínskir hermenn hafa reynt að nota stórskotalið og eldflaugum til að brjóta varnir Rússa á bak aftur og grafa undan birgðaneti þeirra. Sömu leiðum hefur einnig verið beitt til að reyna að granda stórskotaliðsvopnum Rússa. Ummæli Popov benda til þess að stórskotaliðsárásir Úkraínumanna hafi borið árangur. Litlar upplýsingar um mögulegt mannfall meðal Úkraínumanna hafa þó litið dagsins ljós á undanförnum vikum. Vinsæll meðal hermanna Talsmenn Varnarmálaráðuneytisins hafa ekki tjáð sig um skilaboðin en samkvæmt frétt Reuters liggur ekki fyrir hvenær þau voru tekin upp. Rússneskir herbloggarar hafa einnig fjallað um skilaboðin og segja þau raunveruleg. Samkvæmt þeim voru skilaboðin upprunalega birt í lokuðum hóp 58. hers. Herbloggarar segja Popov hafa tilkynnt Gerasimov að hann myndi fara með kvartanir sínar beint til Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og því hafi hann verið rekinn. Popov hafi verið sakaður um að reyna að kúga leiðtoga hersins. Þá segja bloggarar að brottrekstur herforingjans hafi valdið skaða á baráttuanda rússneskra hermanna, því Popov hafi verið mjög vinsæll. Valery Gerasimov er, eins og áður segir, formaður herforingjaráðs Rússlands, og einnig náinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, auk þess sem hann leiðir innrás Rússa í Úkraínu. Þegar rússneski auðjöfurinn og eigandi Wagner málaliðahópsins, gerði uppreisn í síðasta mánuði, var það með því markmiði að handsama Shoigu og Gerasimov. Uppreisnin hófst út frá óánægju með Gerasimov og Shoigu en rússneskir hermenn lögðu niður vopn í stað þess að reyna að stöðva málaliða Wagner, sem tóku yfir borgina Rostov og stefndu í átt að Moskvu. Hermenn tveggja herdeilda eru sagðir hafa neitað skipunum um að stöðva málaliðana. Sjá einnig: Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Prigozhin hefur lengi varið mjög gagnrýninn á það hvernig Shoigu og Gerasimov hafa haldið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu og setti sér það markmið að fella þá úr sessi. Hvorki Prigozhin né herforinginn Sergei Surovikin, sem leiddi um tíma innrás Rússa í Úkraínu og er talinn bandamaður Prigozhin, hafa ekki sést opinberlega um nokkuð skeið. Þegar uppreisn Prigozhin hófst birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands myndband af Surovikin sitja fyrir framan hvítan vegg þar sem hann fordæmdi uppreisnina. Sjá einnig: Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Andrei Kartapolov, þingmaður og formaður varnarmálanefndar Dúmunnar, var spurður í gær hvar Surovikin væri. Hann svaraði á þá leið að herforinginn væri að hvíla sig og ekki væri hægt að ná í hann að svo stöddu. Sergei Surovikin, the Russian general who hasn't been seen in public since Wagner's failed mutiny, is "resting" and "not available right now," per Andrei Kartapolov, a senior lawmaker and former top defense official. pic.twitter.com/gCbpQd7i0E— max seddon (@maxseddon) July 12, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Popov sagðist hafa tilkynnt forsvarsmönnum hersins að hermenn hans í Saporisíjahéraði hefðu orðið fyrir miklu mannfalli vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása Úkraínumanna, sem reyna að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu. Herforinginn mun hafa sagt að hermenn sínir hafi verið lengi á víglínunni og hafi þurft hvíld og liðsauka. Í skilaboðunum sem rússneskur þingmaður birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi segist Popov hafa staðið frammi fyrir tveimur kostum. Annar hafi verið að þegja eða segja það sem yfirmenn hans vildu segja og hinn hafi verið að lýsa hlutunum eins og þær væru raunverulega. „Í ykkar nafni, í nafni allra félaganna sem hafa fallið, hafði ég ekki rétt til að ljúga,“ sagði Popov. Hann sagðist hafa nefnt vandræði með gagn-stórskotaliðsárásir, skort á eftirlitsstöðvum fyrir stórskotalið og það mikla mannfall sem menn hans hefðu orðið fyrir. Hann sagðist einni hafa nefnt nokkur önnur mál til sinna æðstu yfirmanna og að hann hefði gert það á opinskáan hátt. „Vegna þessa, fannst yfirmönnum líklega að þeim stafaði ógn af mér og á einum degi lögðu þeir fram beiðni til Varnarmálaráðuneytisins og losuðu sig við mig,“ sagði Popov. Herforinginn sagði einnig að Úkraínumönnum hefði ekki tekist að brjóta sér leið í gegnum rússneska hermenn en forsvarsmenn hersins hefðu stungið þá í bakið og afhöfðað herinn á mjög erfiðum tíma. Russian major general Ivan Popov (58th combined arms Air Defense Army) recorded a message saying that he was relieved from duty from his position. Please listen below to the audio; I've added subtitles.He says he is removed for telling the truth to the high command.He pic.twitter.com/542pE4kabF— Constantine (@Teoyaomiquu) July 12, 2023 Varnir Rússa sagðar brothættar Gagnsókn Úkraínumanna hefur nú staðið yfir um nokkuð skeið og hefur hún borið hægan og líklega kostnaðarsaman árangur. Í grófum dráttum hafa Úkraínumenn sótt fram á þremur víglínum. Ein er við Bakhmut í Dónetskhéraði. Önnur er í vesturhluta Saporisíja og virðist beinast að Melitópól. Sú síðasta er á landamærum Dónetsk og Saporisíja og virðist beinast að Berydansk, samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war. Popov hefur leitt varnir Rússa í vesturhluta Saporisíja. Hann hefur verið rekinn af Valery Gerasimov, formanni herforingjaráðs Rússlands. ISW segir mögulegt að brottrekstur Popov bendi til þess að Rússa skorti nægjanlegt varalið til að fylla upp í raðir sínar í suðri. Það gæti þýtt að varnarlínur Rússa séu brothættar, ef svo má að orði komast. Ukrainian forces continued limited mechanized assault operations in western #Zaporizhia Oblast on July 12.Ukraine confirmed its forces conducted a strike on a hotel in #Berdyansk which RU sources claimed was the site of the 58th Combined Arms Army HQ.https://t.co/7FIdErkAFO pic.twitter.com/YzaaXR4L5S— ISW (@TheStudyofWar) July 13, 2023 Sagt var frá því í síðasta mánuði að Úkraínumenn væru að reyna að þvinga Rússa til að senda varalið á víglínurnar, því þá hefðu Rússar minni tök á því að bregðast við árásum annars staðar og auðveldara yrði fyrir Úkraínumenn að finna veikleika á vörnum Rússa. Umfangsmikil og ómerkt jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en úkraínskir hermenn hafa reynt að nota stórskotalið og eldflaugum til að brjóta varnir Rússa á bak aftur og grafa undan birgðaneti þeirra. Sömu leiðum hefur einnig verið beitt til að reyna að granda stórskotaliðsvopnum Rússa. Ummæli Popov benda til þess að stórskotaliðsárásir Úkraínumanna hafi borið árangur. Litlar upplýsingar um mögulegt mannfall meðal Úkraínumanna hafa þó litið dagsins ljós á undanförnum vikum. Vinsæll meðal hermanna Talsmenn Varnarmálaráðuneytisins hafa ekki tjáð sig um skilaboðin en samkvæmt frétt Reuters liggur ekki fyrir hvenær þau voru tekin upp. Rússneskir herbloggarar hafa einnig fjallað um skilaboðin og segja þau raunveruleg. Samkvæmt þeim voru skilaboðin upprunalega birt í lokuðum hóp 58. hers. Herbloggarar segja Popov hafa tilkynnt Gerasimov að hann myndi fara með kvartanir sínar beint til Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og því hafi hann verið rekinn. Popov hafi verið sakaður um að reyna að kúga leiðtoga hersins. Þá segja bloggarar að brottrekstur herforingjans hafi valdið skaða á baráttuanda rússneskra hermanna, því Popov hafi verið mjög vinsæll. Valery Gerasimov er, eins og áður segir, formaður herforingjaráðs Rússlands, og einnig náinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, auk þess sem hann leiðir innrás Rússa í Úkraínu. Þegar rússneski auðjöfurinn og eigandi Wagner málaliðahópsins, gerði uppreisn í síðasta mánuði, var það með því markmiði að handsama Shoigu og Gerasimov. Uppreisnin hófst út frá óánægju með Gerasimov og Shoigu en rússneskir hermenn lögðu niður vopn í stað þess að reyna að stöðva málaliða Wagner, sem tóku yfir borgina Rostov og stefndu í átt að Moskvu. Hermenn tveggja herdeilda eru sagðir hafa neitað skipunum um að stöðva málaliðana. Sjá einnig: Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Prigozhin hefur lengi varið mjög gagnrýninn á það hvernig Shoigu og Gerasimov hafa haldið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu og setti sér það markmið að fella þá úr sessi. Hvorki Prigozhin né herforinginn Sergei Surovikin, sem leiddi um tíma innrás Rússa í Úkraínu og er talinn bandamaður Prigozhin, hafa ekki sést opinberlega um nokkuð skeið. Þegar uppreisn Prigozhin hófst birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands myndband af Surovikin sitja fyrir framan hvítan vegg þar sem hann fordæmdi uppreisnina. Sjá einnig: Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Andrei Kartapolov, þingmaður og formaður varnarmálanefndar Dúmunnar, var spurður í gær hvar Surovikin væri. Hann svaraði á þá leið að herforinginn væri að hvíla sig og ekki væri hægt að ná í hann að svo stöddu. Sergei Surovikin, the Russian general who hasn't been seen in public since Wagner's failed mutiny, is "resting" and "not available right now," per Andrei Kartapolov, a senior lawmaker and former top defense official. pic.twitter.com/gCbpQd7i0E— max seddon (@maxseddon) July 12, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. 13. júlí 2023 07:29
Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29