Afturelding áfram taplaust | Leiknir kom til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2023 21:40 Topplið Aftureldingar stefnir hraðbyr á Bestu deildina. Afturelding Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Topplið Aftureldingar vann 1-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Þá kom Leiknir Reykjavík til baka gegn Ægi frá Þorlákshöfn. Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Aron Elí Sævarsson tryggði toppliði Aftureldingar 1-0 sigurinn á Þrótti Reykjavík með marki þegar tæp klukkustund var liðin. Afturelding er sem fyrr á toppnum, nú með 29 stig að loknum 11 leikjum. Þróttur er í 7. sæti með 13 stig eftir jafn marga leiki. Í Breiðholti kom Sindri Björnsson Leikni yfir gegn nýliðum Ægis en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Dimitrije Cokic jafnaði metin og Ivo Braz kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu. Þegar fimm mínútur lifðu leiks jafnaði Omar Sowe metin fyrir heimamenn. Það var svo í uppbótatíma sem Baldvin Freyr Berndsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja þar með Leikni sigurinn. Leiknir er nú með 11 stig í 9. sæti á meðan Ægir er í botnsætinu með 4 stig. Grindavík og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Marc Rochester Sörensen kom Þór yfir eftir rúma klukkustund en Marko Vardic jafnaði fyrir heimamenn undir lokin og þar við sat, lokatölur 1-1. Grindavík er í 4. sæti með 15 stig en Þór Ak. er í 5. sæti með 14 stig. Í Njarðvík mættust heimamenn og Fjölnir. Undir lok fyrri hálfleiks kom Bjarni Gunnarsson gestunum í Fjölni yfir þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Walid Birrou Essafi varði út í teiginn. Bjarni fékk svo beint rautt spjald örskömmu síðar og Fjölnir marki yfir en manni færri í hálfleik. Hreggviður Hermannsson jafnaði metin fyrir heimamenn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hreggviður ákvað að feta í spor Bjarna og lét henda sér af velli þegar hann nældi í sitt annað gula spjald á 64. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Fjölnir er í 2. sæti með 22 stig en Njarðvík í 11. sæti með 8 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira