Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 20:34 Lítið sást í gosið í dag fyrir reyk. vísir/ívar fannar Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan. Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan.
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira