Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 06:46 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira