Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 15:17 Gunnar hvetur fólk til að fara varlega í kringum gosstöðvarnar. Hættan sé nú tvöföld. Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur. Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur.
Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira