Lífið

Madonna á bata­vegi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar.
Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar. Getty/Christopher Polk

Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt.

Madonna þurfi að liggja á gjörgæslu í nokkra daga vegna sýkingarinnar. Tónleikaferðalag hennar, Celebration Tour, átti að hefjast í þessum mánuði en fyrirhugað er að hún haldi yfir áttatíu tónleika um allan heim.

Fresta þurfti tónleikaferðalaginu þegar Madonna lagðist inn á spítala en hún ætlar sér að fara af stað með það í haust. Í færslu sem hún birtir á Instagram-síðu sinni segir hún að planið sé núna að endurraða dagsetningunum fyrir Norður-Ameríku hluta tónleikaferðalagsins og byrja í Evrópu í október.

Í sömu færslu þakkar Madonna líka fyrir stuðninginn á meðan hún var á spítalanum. „Ég hef fundið fyrir ástinni ykkar. Ég er á batavegi og er ótrúlega þakklát,“ segir hún. Þá segir hún að það fyrsta sem hún hugsaði um þegar hún vaknaði á spítalanum voru börnin sín.

„Það næsta sem ég hugsaði um var það að ég vill ekki valda neinum vonbrigðum sem keypti miða á tónleikaferðalagið mitt.“

Einnig segist hún ekki hafa viljað valda samtstarfsfólki sínu vonbrigðum, það er að segja þeim sem hafa unnið með henni síðustu mánuði í tengslum við tónleikana

„Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir umhyggju ykkar og stuðning.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.