Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 08:34 Borið hefur á því að fólk fari alltof nálægt og jafnvel upp á nýja hraunið. Vísir/RAX „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira