Breska götublaðið Daily Mail gerir málinu skil og fullyrðir að Karl hafi pirrast um stundarsakir út í lífvörðinn. Atvikið má sjá í myndbandi neðar í fréttinni en hinn áttræði Joe Biden, virtist töluvert slakari en kóngurinn. Hann sótti landið heim í opinberri heimsókn í morgun en er nú floginn aftur til Bandaríkjanna.
Karl tók á móti forsetanum fyrir utan Windsor kastala í morgun áður en þeir áttu stuttan fund innandyra. Forsetinn fundaði jafnframt með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Biden og konungurinn ræddu meðal annars um loftlagsmál en þau mál hafa verið kónginum hugleikin um margra ára skeið.
Þá gilda ætíð óformlegar samskiptareglur í kringum breska þjóðhöfðingjann. Breska götublaðið lætur þess getið að Bandaríkjaforseti hafi látið þær sér í léttu rúmi liggja og meðal annars gripið í handlegg konungsins þegar þeir tókust í hendur og sett hönd sína á bak hans.