Dua Lipa stal senunni á heimsfrumsýningu Barbie Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2023 12:31 Dua Lipa skein svo sannarlega skært í Bottega Veneta kjól á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í Los Angeles í gær. Rodin Eckenroth/WireImage Það má með sanni segja að Barbie sé þekkt fyrir glamúr og náði glamúrinn ákveðnu hámarki í gærkvöldi þegar heimsfrumsýningin á Barbie myndinni fór fram í viðburðahúsinu Shrine Auditorium & Expo Hall í Los Angeles. Hver stórstjarnan á fætur annarri gekk bleika dregilinn fyrir frumsýninguna í sínu allra fínasta pússi. Dua Lipa at the #Barbie world premiere. pic.twitter.com/hENl8WwqGr— Film Updates (@FilmUpdates) July 10, 2023 Söngkonan Dua Lipa var meðal gesta en hún syngur þemalag Barbie myndarinnar Dance The Night og var algjör senuþjófur í stórglæsilegum gegnsæjum og glitrandi Bottega Veneta kjól. Hér má sjá tónlistarmyndband við Barbie lagið Dance The Night: Margot Robbie, sem fer með aðalhlutverk í myndinni sem aðal Barbie-in af mörgum, klæddist öllu svörtu frá toppi til táar á frumsýningunni. Hún hefur skartað hinum ýmsu bleiku fötum á kynningarferðalagi fyrir myndina en hefur mögulega ákveðið að leggja skæru litina á hilluna í bili. Hún hélt þó ekki aftur af glamúrnum, glitraði í steinuðum Schiaparelli kjól og dró innblástur frá Barbie dúkkunni „Solo in the Spotlight“ frá sjöunda áratuginum. Barbie og Ken raunheima, Margot Robbie and Ryan Gosling, glæsileg á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í gær. Frazer Harrison/FilmMagic Ryan Gosling klæddist ljósbleiku frá toppi til táar í jakkafötum frá tískuhúsinu Gucci. Hér má sjá fleiri myndir af fræga fólkinu á frumsýningu Barbie: Margot Robbie og Scott Evans leika bæði í Barbie myndinni. Robbie var glæsileg í svörtum Schiaparelli kjól og Evans í bleikum skóm og bleikum jakkafötum, en ekki hvað! Photo by Frazer Harrison/FilmMagic Dua Lipa var stórglæsileg á heimsfrumsýningu Barbie í gærkvöldi og skein sínu allra skærasta. Albert L. Ortega/Getty Images Leikstjóri Barbie myndarinnar Greta Gerwig mætti í öllu bleiku og brosti sínu breiðasta. Frazer Harrison/FilmMagic Barbie leikarahópurinn ásamt leikstjóranum. Frá vinstri: Ryan Gosling, America Ferrera, Ariana Greenblatt, Issa Rae, Margot Robbie, Greta Gerwig, Simu Liu og Hari Nef stórglæsileg saman á heimsfrumsýningu Barbie. Albert L. Ortega/Getty Images Bleik bomba! Issa Rae með bleika förðun, í bleikum kjól, með bleikt veski og í bleikum skóm.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty Michael Cera klæddist bleikri hördragt og ljósum skóm. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Alexandra Shipp klæðist stórglæsilegum Miu Miu galakjól.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty America Ferrera í góðum gír í gærkvöldi glæsileg í ljósbleiku satín setti frá Bandaríska tískuhúsinu ST. JOHN. Frazer Harrison/FilmMagic Leikkonan og grínistinn Kate McKinnon fer með hlutverk einnar af mörgum Barbie í Barbie myndinni. Hún virtist skemmta sér vel á frumsýningunni í gær í dökkbleikri dragt.Frazer Harrison/FilmMagic Margot Robbie var þó með bleika slæðu í hendinni þrátt fyrir að vera annars svartklædd. Rodin Eckenroth/WireImage Simu Liu og Allison Hsu voru flott á frumsýningunni í bláu. Rodin Eckenroth/WireImage Hari Nef klæðist hér svörtum Celine galakjíol og skín skært. Rodin Eckenroth/WireImage Margot Robbie og rappgoðsögnin Nicki Minaj. Michael Buckner/Variety via Getty Images „Hi Barbie, wanna go for a ride?“ Barbie bíllinn var að sjálfsögðu á staðnum!Michael Buckner/Variety via Getty Images Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir Ferðast um heiminn eins og alvöru Barbie dúkka Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins. 5. júlí 2023 10:10 Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Sjáðu fyrsta sýnishorn úr væntanlegri Barbie mynd Í dag birti Warner Bros fyrsta sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar. 16. desember 2022 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hver stórstjarnan á fætur annarri gekk bleika dregilinn fyrir frumsýninguna í sínu allra fínasta pússi. Dua Lipa at the #Barbie world premiere. pic.twitter.com/hENl8WwqGr— Film Updates (@FilmUpdates) July 10, 2023 Söngkonan Dua Lipa var meðal gesta en hún syngur þemalag Barbie myndarinnar Dance The Night og var algjör senuþjófur í stórglæsilegum gegnsæjum og glitrandi Bottega Veneta kjól. Hér má sjá tónlistarmyndband við Barbie lagið Dance The Night: Margot Robbie, sem fer með aðalhlutverk í myndinni sem aðal Barbie-in af mörgum, klæddist öllu svörtu frá toppi til táar á frumsýningunni. Hún hefur skartað hinum ýmsu bleiku fötum á kynningarferðalagi fyrir myndina en hefur mögulega ákveðið að leggja skæru litina á hilluna í bili. Hún hélt þó ekki aftur af glamúrnum, glitraði í steinuðum Schiaparelli kjól og dró innblástur frá Barbie dúkkunni „Solo in the Spotlight“ frá sjöunda áratuginum. Barbie og Ken raunheima, Margot Robbie and Ryan Gosling, glæsileg á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í gær. Frazer Harrison/FilmMagic Ryan Gosling klæddist ljósbleiku frá toppi til táar í jakkafötum frá tískuhúsinu Gucci. Hér má sjá fleiri myndir af fræga fólkinu á frumsýningu Barbie: Margot Robbie og Scott Evans leika bæði í Barbie myndinni. Robbie var glæsileg í svörtum Schiaparelli kjól og Evans í bleikum skóm og bleikum jakkafötum, en ekki hvað! Photo by Frazer Harrison/FilmMagic Dua Lipa var stórglæsileg á heimsfrumsýningu Barbie í gærkvöldi og skein sínu allra skærasta. Albert L. Ortega/Getty Images Leikstjóri Barbie myndarinnar Greta Gerwig mætti í öllu bleiku og brosti sínu breiðasta. Frazer Harrison/FilmMagic Barbie leikarahópurinn ásamt leikstjóranum. Frá vinstri: Ryan Gosling, America Ferrera, Ariana Greenblatt, Issa Rae, Margot Robbie, Greta Gerwig, Simu Liu og Hari Nef stórglæsileg saman á heimsfrumsýningu Barbie. Albert L. Ortega/Getty Images Bleik bomba! Issa Rae með bleika förðun, í bleikum kjól, með bleikt veski og í bleikum skóm.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty Michael Cera klæddist bleikri hördragt og ljósum skóm. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Alexandra Shipp klæðist stórglæsilegum Miu Miu galakjól.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty America Ferrera í góðum gír í gærkvöldi glæsileg í ljósbleiku satín setti frá Bandaríska tískuhúsinu ST. JOHN. Frazer Harrison/FilmMagic Leikkonan og grínistinn Kate McKinnon fer með hlutverk einnar af mörgum Barbie í Barbie myndinni. Hún virtist skemmta sér vel á frumsýningunni í gær í dökkbleikri dragt.Frazer Harrison/FilmMagic Margot Robbie var þó með bleika slæðu í hendinni þrátt fyrir að vera annars svartklædd. Rodin Eckenroth/WireImage Simu Liu og Allison Hsu voru flott á frumsýningunni í bláu. Rodin Eckenroth/WireImage Hari Nef klæðist hér svörtum Celine galakjíol og skín skært. Rodin Eckenroth/WireImage Margot Robbie og rappgoðsögnin Nicki Minaj. Michael Buckner/Variety via Getty Images „Hi Barbie, wanna go for a ride?“ Barbie bíllinn var að sjálfsögðu á staðnum!Michael Buckner/Variety via Getty Images
Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir Ferðast um heiminn eins og alvöru Barbie dúkka Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins. 5. júlí 2023 10:10 Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Sjáðu fyrsta sýnishorn úr væntanlegri Barbie mynd Í dag birti Warner Bros fyrsta sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar. 16. desember 2022 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ferðast um heiminn eins og alvöru Barbie dúkka Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins. 5. júlí 2023 10:10
Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39
Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44
Sjáðu fyrsta sýnishorn úr væntanlegri Barbie mynd Í dag birti Warner Bros fyrsta sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar. 16. desember 2022 16:30