Þrír prestar sakaðir um að nauðga konu reglulega í rúmlega þrjátíu ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Árið 2018 hóf spænska dagblaðið El País að rannsaka kynferðislegt níð kirkjunnar manna eftir að kirkjuþing neitaði að hefja eigin innri rannsókn í kjölfar frétta af umfangsmiklu kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Fullyrt var að spænska kirkjan væri undantekning og flekklaus. Fram til dagsins í dag hefur El País opinberað ásakanir á hendur 1.020 kirkjunnar mönnum sem sakaðir eru um að hafa beitt 2.151 einstakling kynferðislegu ofbeldi frá miðbiki síðustu aldar til dagsins í dag. Getty Images Kona á sextugsaldri á spænsku eyjunni Mallorca hefur sakað þrjá presta um að hafa nauðgað sér reglulega í meira en 30 ár. Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá barnæsku. Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira