Kvikan það grunnt að ekki er hægt að styðjast lengur við GPS-gögn Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 16:57 Kvikan hefur ekki enn leitað upp á yfirborðið. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert er að frétta af stöðu kvikunnar á Reykjanesi frá því í hádeginu í dag og staðan nokkuð óbreytt. Þá hefur skjálftavirknin á svæðinu verið með mjög svipuðu móti. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Sjá meira
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37