Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 08:49 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum. Hún segist enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. AP Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears) Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears)
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira