Eldgos er ekki hafið enn.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands telst staðan nokkuð óbreytt frá því í gær. Líklega sé kvika að leita ofar en ekki sé hægt að segja nákvæmlega hvað sé að gerast.
Nokkur þúsund jarðskjálftar hafa mælst frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga á þriðjudagskvöld. Frá því á fimmtudaginn hefur dregið töluvert úr skjálftavirkni en það er í samræmi við það sem gerðist í aðdraganda eldgosa á svæðinu í fyrra og árið 2021.
Ríkisútvarpið segir lítinn reyk hafa sést í eldra hrauni við Geldingadali í nótt en það hafi gas líklega verið að brjótast út úr heitu hrauni.