Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að borið hafi á tilkynningum um smáskilaboð sem send voru í nafni Landsbankans. Í skilaboðunum sé gefið til kynna að Landsbankinn hafi lokað og viðtakanda er vísað á hlekk til þess að endurheimta aðgang eða innskráningu.
Þá segir að skilaboðin séu fölsuð og ekki á vegum Landsbankans. Bankinn biðlar til fólks að hafa varann á gagnvart netglæpum og kynna sér netöryggi.
