Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2023 11:43 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10
Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30