„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 09:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í júní. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira