Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 10:01 Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana en hún æfir heima á Íslandi. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira