Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 10:01 Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana en hún æfir heima á Íslandi. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira