Baumgartner þarf að yfirgefa heimilið í mánuðinum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júlí 2023 21:46 Costner og Baumgartner með börnunum þremur. EPA Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí. Skilnaður Costner og Baumgartner hefur verið afar stormasamur. Þau hafa verið saman í átján ár og eiga saman þrjú börn. Baumgartner bað um skilnaðinn og sendi inn pappírana í byrjun maí. Hún hefur óskað eftir því að umsjá yfir börnunum, sem eru á aldrinum fimm til fjórtán ára, verði sameiginleg. Baumgartner hefur hins vegar sagt að Costner vilji reka bæði hana og börnin þeirra úr húsinu, eða réttara sagt glæsivillunni sem metin er á 19 milljarða króna. Vildu frest Vefmiðillinn TMZ greinir frá því að Costner hafi haft betur í réttarsal í dag og fengið það staðfest að hann megi vísa Baumgartner af heimilinu 31. júlí. Í kaupmálanum segir að Baumgartner þurfi að yfirgefa húsið þrjátíu dögum eftir skilnað. Lögmenn Baumgartner hafa hins vegar haldið því fram að ákvæðið sé ósanngjarnt. Þrjátíu dagar séu ekki nægur tími til að finna annan samastað og hún eigi sjálf ekki nægt fé til þess. Var beðið um frest til 15. ágúst. Deilunni ekki lokið Deilunni er hins vegar langt frá því að vera lokið. Í nóvember verður tekist á um hvort kaupmálinn sjálfur sé gildur, en lögmenn Baumgartner halda því fram að svo sé ekki. Talið er að úrskurðurinn í dag gæti verið fyrirboði þess sem koma skal í nóvember. Ef Baumgartner tapar þeirri rimmu þarf hún að greiða Costner 1,5 milljón dollara, eða 200 milljónum króna, auk málskostnaðar. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Skilnaður Costner og Baumgartner hefur verið afar stormasamur. Þau hafa verið saman í átján ár og eiga saman þrjú börn. Baumgartner bað um skilnaðinn og sendi inn pappírana í byrjun maí. Hún hefur óskað eftir því að umsjá yfir börnunum, sem eru á aldrinum fimm til fjórtán ára, verði sameiginleg. Baumgartner hefur hins vegar sagt að Costner vilji reka bæði hana og börnin þeirra úr húsinu, eða réttara sagt glæsivillunni sem metin er á 19 milljarða króna. Vildu frest Vefmiðillinn TMZ greinir frá því að Costner hafi haft betur í réttarsal í dag og fengið það staðfest að hann megi vísa Baumgartner af heimilinu 31. júlí. Í kaupmálanum segir að Baumgartner þurfi að yfirgefa húsið þrjátíu dögum eftir skilnað. Lögmenn Baumgartner hafa hins vegar haldið því fram að ákvæðið sé ósanngjarnt. Þrjátíu dagar séu ekki nægur tími til að finna annan samastað og hún eigi sjálf ekki nægt fé til þess. Var beðið um frest til 15. ágúst. Deilunni ekki lokið Deilunni er hins vegar langt frá því að vera lokið. Í nóvember verður tekist á um hvort kaupmálinn sjálfur sé gildur, en lögmenn Baumgartner halda því fram að svo sé ekki. Talið er að úrskurðurinn í dag gæti verið fyrirboði þess sem koma skal í nóvember. Ef Baumgartner tapar þeirri rimmu þarf hún að greiða Costner 1,5 milljón dollara, eða 200 milljónum króna, auk málskostnaðar.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Segir Costner vísa börnunum á dyr Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu. 17. júní 2023 10:46