Landrisið bendi til kraftmikils goss Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:37 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira