ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:03 Leiðin á Ólympíuleikana er löng og afar torfær en Ísland á alla vega fræðilega möguleika núna á að fara hana. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar. Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar.
Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira