Innlent

Skjálftar fundust vel á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall síðustu daga.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur, úr sjálfvirka kerfinu, að skjálftinn klukkan 7:30 hafi verið á bilinu 3,5 til 3,7. Upptök skjálftans hafi verið við Fagradalsfjall.

Greint var frá því í morgun að yfir 1.200 jarðskjálftar hafi mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Þannig hafi átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð, þeir stærstu á bilinu 3,6 til 3,7 stig. 

Veðurstofan

Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum um stöðu mála klukkan 9. Talið er að virknina megi rekja til kvikuinnskots á um 5 kílómetra dýpi.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Al­manna­varnir funda með vísinda­mönnum klukkan 9

Yfir 1.200 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð, þeir stærstu á bilinu 3,6 til 3,7 stig. Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum um stöðu mála klukkan 9.

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×