Körfubolti

Jordan ekki hrifinn af sambandi sonar síns og fyrrverandi konu Pippens

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samband Lörsu Pippen og Marcusar Jordan hefur vakið mikla athygli.
Samband Lörsu Pippen og Marcusar Jordan hefur vakið mikla athygli. getty/Alexander Tamargo

Michael Jordan er ekki hrifinn af sambandi sonar síns, Marcus, og fyrrverandi eiginkonu Scotties Pippen, Lörsu.

Marcus og Larsa hafa verið í sambandi um hríð. Sextán ára aldursmunur er á parinu; Marcus er 32 ára og Larsa 48 ára.

Jordan og Pippen hafa eldað grátt silfur undanfarin ár en Pippen hefur verið duglegur að skjóta á sinn gamla liðsfélaga í Chicago Bulls. Samband Marcusar og Lörsu hefur því vakið enn meiri athygli í því samhengi.

Jordan sást yfirgefa veitingastað í París á sunnudaginn þar sem ljósmyndarar spurðu hvort hann væri samþykkur sambandi sonar síns og Lörsu. Nei var svarið sem ljósmyndararnir fengu. Þeir spurðu aftur og þá hristi Jordan hausinn.

Þessi viðbrögð Jordans stangast á við frásögn Lörsu sem hefur sagt að sambandið við tengdafjölskylduna sé frábært og þau hafi meðal annars farið í frí saman.

Larsa og Pippen vour gift í rúm tuttugu ár og eiga fjögur börn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×