Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2023 22:11 Guðjón Ármannsson er frá Vesturholtum í Þykkvabæ. Einar Árnason Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum: Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum:
Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02
Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42