Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Verkalýðsfélags Akraness sem íhugar að stefna Hvali hf. til greiðslu launa starfsmanna verði ekkert af hvalveiðivertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar.

Persónuvernd hefur slegið nokkurra daga eigið met í álagningu sekta, eftir að Creditinfo var gert að greiða 38 milljónir í sekt fyrir að skrá fólk sem tók smálán á vanskilaskrá án þess að hafa heimild til þess í lögum.

Palestínumaður sem slasaði átta manns þegar hann ók inn í mannþröng í Tel Aviv í Ísrael í dag var skotinn til bana af vegfaranda. Ísraelsmenn héldu hernaðaraðgerðum sínum á herteknu svæðunum á Vesturbakka Palestínu áfram í dag þar sem þeir hafa fellt tíu manns og sært um eitt hundrað.

Og við skreppum til Akraness í fréttatímanum til að skoða lengstu regnbogagötu landsins sem var máluð í tilefni Hinsegin hátíðar á Vesturlandi um þar næstu helgi.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×