Innlent

Einn fluttur á Land­spítala eftir al­var­lega líkams­á­rás með egg­vopni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einstaklingur liggur á Landspítala eftir alvarlega líkamsárás.
Einstaklingur liggur á Landspítala eftir alvarlega líkamsárás. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt vegna alvarlegrar líkamsárásar þar sem hnífi var beitt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

Hann var með meðvitund þegar að var komið en líðan hans er sögð eftir atvikum í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Nokkrar tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir í miðborginni í nótt, meðal annars vegna einstaklinga sem reyndu að ná fötum úr fatasöfnunargámi. Þá var tilkynnt um eld í eldavél en hann reyndist minniháttar.

Í umdæminu Grafarvogur/Grafarholt/Mosfellsbær var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í heimahús en við nánari athugun kom í ljós að þar voru á ferðinni einstalingar sem höfðu leigt íbúðina á Airbnb. Í Kópavogi/Breiðholti var tilkynnt um eld í grilli, sem vel gekk að slökkva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×